Það er voðalega gaman að gera litlar sætar bollakökur fyrir litlar skvísur. Bakið bollakökur, fletjið út sykurmassa og skerið út hringi með hringformum.
Til að fá eyrun og kinnaranar upphleyptar á kisukökunum eru hornin af sykurpúða klippt og sett á réttan stað.
Sykurmassahringurinn er settur á bollakökurnar og þær síðan skreyttar á ýmsan máta. Það hentar mjög vel að nota matartússliti til að skreyta litlu kisurnar.