Skoða

Hefðarkatta bollakökur

Það er voðalega gaman að gera litlar sætar bollakökur  fyrir litlar skvísur. Bakið bollakökur, fletjið út sykurmassa og skerið út hringi með hringformum.

Til að fá eyrun og kinnaranar upphleyptar á kisukökunum eru hornin af sykurpúða klippt og sett á réttan stað.

Sykurmassahringurinn er settur á bollakökurnar og þær síðan skreyttar á ýmsan máta. Það hentar mjög vel að nota matartússliti til að skreyta litlu kisurnar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts