Galdraðu fram gómsæta og girnilega íspinna með þessum flottu þrýstimótum.
Það sem þarf eru 1-2 tegundir af uppáhalds ísnum þínum, sósa og kökuskraut. Sérstakt jarðarberjaískrem er notað á toppinn en það fæst í verslunum Hagkaups.
Formin eru sett í bollakökustand en þá má nota til að geyma ýmsar veitingar.
.
Elska þennan bollakökustand en ég keypti hann út í Bandaríkjunum. Hann er ú smiðjum Mörthu Stewards og fæst í verslunum Macy´s sem flestir Íslendingar ættu að kannast við. Ég er alltaf með vakandi augun fyrir fallegum stöndum en ég hef sé fallega standa í Hagkaup, Kokku og einnig í verslunum Pier.
Þetta jarðarberjakrem er hrikalega gott á bragðið og er mjög skemmtilegt að búa það til en í dósunum lítur það út eins og rautt hlaup sem síðan er þeytt þar til úr verður bleikt fallegt ískrem. Kremið heldur sér í sinni lögun eftir að búið er að sprauta því á ísinn.