Skoða

Mömmur.is fagna 10 ára afmæli

-Í færslunni koma nöfn á þeim fyrirtækjum sem ég er í samstarfi við- 

24D48848-4A27-4801-BF0D-91E97500C777

Það er ótrúlegt til þess að hugsa að mömmur.is fagni 10 ára afmæli í dag 15. nóvembver.  Tíminn flýgur áfram og tækninni hefur fleygt ótrúlega fram þessi ár og hefur haft mikil áhrif á hvernig ég birti það efni sem kemur frá mömmur.is

Samfélagsmiðlarnir hafa heldur betur tekið yfir en til að byrja með var efni mömmur.is aðeins á heimasíðunni. Facebook tók fljótlega við og eigum við nú um 22 þúsund fylgjendur.  Nýverið fór Snapchatið og Instagram (mommur)  að koma sterkar inn en það hentar mjög vel fyrir það efni sem gert er á mömmur.is.  Lifandi leiðbeinignar og frásagnir af ýmsu sem tengist veislum, bakstri, skreytingum og heimilinu.

10 ára afmælisár mömmur.is er merkilegt fyrir þær sakir að loksins lét ég draum minn rum að vera með eigið eldhús fyrir herlegheitin rætast.

parki

Í samstarf við Parka var farið af stað með hugmynd sem síðar varð að veruleika.  Parka tóks einstakleg vel að koma til móts við allar þær þarfir sem þurfti að taka tillit til þegar um stúdíóeldhús er að ræða. Sannkallaðir fagmenn þar á ferðinni.   Eldhúsið er hvítt með bleikum vegg, geggjað í alla staði. Ég var roslega ánægð með þjónustuna sem ég fékk. Þegar innréttingarnar komu þá missti ég andlitið því allt var svo vandað og vel gert. Ég mun gera eldhúsinu betri skil í annari færslu en þar fáið þið betri innsýn inn í eldhúsið sjálft.

Nú er allt það dót sem tengist mömmur.is í einu rými og eldhúsið alltaf tilbúið til notkunnar.  Það er mikil breyting og auðveldara að framleiða efni og annað sem viðkemur heimasíðunni.

Í dag þá blogga ég fyrir Gott í matinn en ég hvet ykkur til að kíkja í heimasókn á síðuna þeirra. Fullt af girnilegum uppskriftum frá flottum matarbloggurum.

Þið finnið líka uppskriftir eftir mig á facebooksíðu Gerum það gott. Fullt af sniðgugum hugmyndum að finna þar.

Kökuhugmyndir frá mér birtast líka á matarvef Morgunblaðsins en þar má einnig finna flottar færslur bæði frá mér og öðrum flottum bloggurum. Þóra Sigurðardóttir sem stjórnar síðunni er líka mikill snillingur.

Ég vinn líka  fyrir Betty Crocker á íslandi við kynningar og annað tengt efni.  KitchenAid á Íslandi (Rafland) er mér líka mjög kært en þeir sem fylgjast með mér vita að ég elska bleiku KtichenAid hrærivélarnar mínar.IMG_5359

Það eru svo sannarlega forréttindi að geta stundað áhugamál sitt af miklu kappi eins og ég hef gert í öll þessi ár. Tækifærin hafa komið til mín og ég reynt að nýta þau eins vel og ég get.

Minnistæðast á þessum 10 ára ferli eru allar hugmyndirnar sem ég hef gert fyrir kökublað Vikunnar en fjöldi hugmynda sem ég hef gert væru fljótar að fylla nokkrar uppskriftabækur.

Það var mikill heiður þegar hringt var í mig og ég beðin um að taka þátt í herferð með Betty Crocker á Íslandi. Þar upphófst frábært samstarf sem enn varir.  Að leika í sjónvarpsauglýsingum var stórt skref og ótrúlega skemmtilegt enda heppuðust þær auglýsingar virkilega vel.  Hver man annars ekki eftir bleika Betty Crocker veskinu og fótboltavellinum?

BettyCrocker-2189 BettyCrocker-2184 BettyCrocker-2181

Það hafa verið haldin ófá mömmur.is námsmkeiðin í gegnum árin og standa upp úr námskeið sem við héldum í Turninum og fyrir Hagkaup.

Kökukeppnir, sýnikennsla í hinum ýmsu fyrirtækjum og hópum eru meðal verkefna mömmur.is í gegnum árin.

Bökunarþættir með Siggu Lund  voru með fyrstu myndböndunum sem ég tók þátt í.  Ótrúlega skemmtilegur tími.upp

Ég hef líka tekið þátt í stökum þáttum eins og þegar sjónvarpsstöðin Mikligarður var við líði.

IMG_6831 IMG_6841 Hjördís_Dögg_Grimarsdottir

Árin hafa svo sannarlegar verið viðburðarík

Mér þykir óendanlega vænt um heimasíðuna mína og allt í kringum hana og þakklát fyrir konurnar á bak við tjöldin sem hafa hjálpað mér svo mikið. Þar er ég auðvitað að tala um Tinnu Ósk systur mína sem hefur séð um heimasíðuna, útfært auglýsingar og annað tengt efni og hana mömmu mína Petu sem er alltaf til staðar þegar baksturinn er annars vegar.

Enda þessa yfirferð á uppáhalds köku þess árs.  Fermingarkökuna hjá syni mínum en hún er í miklu uppáhaldi.

1452CCED-D3AA-480E-AE49-707724576F91

Í tilefni af afmælinu ætlujm við að efna til kökuskreytingakeppni þar sem þátttakendur baka, skreyta og skila inn mynd inn á Instagram undir myllumerkinu #mömmur.is.  Þema keppninnar eru jólin.  Við hvetjum ykkur kæru fylgjendur til taka þátt.  Veglegir vinningar í boði.

 

 

 

Related Posts