Krúttlegir pinnar sem eru sjúklega góðir á bragðið!
Vorum að fá þetta æðislega cupcake kökupinnamót. Krúttlegt bollakökumót til að búa til fallega kökupinna. Elska að prófa eitthvað nýtt.
Mótið er einfalt í notkun og gerir kökupinnana þína ómótstæðilega.
Við stóðumst ekki mátið og prófuðumi að gera nokkra pinna. Þegar við vorum byrjaðar gátum við ekki hætt og nú erum við búnar að gera fjöldan allan af pinnum úr hinum ýmsu hráefnum.. Fjölskyldan, vinir og vinnurfélagar eru búnir að vera heppnir þessa vikuna og njóta góðs af enda hver tegundin á fætur annarri sem við erum búnar að prófa.
Í lok september, byrjun október ætlum við að halda kökupinnanámskeið og væri gaman að sjá sem flesta. Á námskeiðinu gefst ykkur tækifæri á kynnast kökupinnagerð.
Ég ætla að deila með ykkur þessari dásamlegu uppskrift kalla hana Sjúklegir Oreopinnar þar sem þeir eru alveg hrikalega góðir.
Sjúklegir Oreopinnar, hættulega góðir
28 oreokex
1/2 bolli mjólk
1/2 bolli Siríus mjólkursúkkulaðibitar
Aðferð:
Oreokex er sett í matvinnsluvél og mulið vel. Á meðan er mjólkin hituð að suðu og súkkulaðibitunum hrært saman við og látið bráðna. Mjólkurblöndunni er síðan blandað saman við kexmulninginn og látið kólna í 2-3 klst í ísskáp. Mótið kúlur úr deiginu og setið þær í cupcake kökupinnamótið .
Hjúpið botninn með dökkum Nóa Síríus súkkulaðidropum og látið standa t.d. á kökupinnastandi
Toppurinn er síðan hjúpaður með lituðu súkkulaði.
Til að deigið festist ekki í mótinu er mjög gott að sáldra flórsykri eða spreyja olíu í mótið
Súkkulaðikúluskraut kemur rosalega vel út sem toppurinn á pinnunum.
´
hvað færðu margar kúlur út úr þessu? Í þeirri stærð sem passa í mótið.
Kv. Helga
Klikkuðum alveg á að gera nákvæma talningu!! Ætli maður fái ekki ca. 20-25 úr heilli uppskrift.
Frábær hugmynd !
Elska oreo kex, verð að prófa þessa við tækifæri ! 🙂
Er notað venjulegt oreo kex eða súkkulaðihúðað oreo kex?
hvernig er kremið búið til þetta bleika ?