Skoða

Nornahattur

Nornahatturinn var gerður í tilefni af nornaveislu sem haldin var fyrir unglingahóp. Unglingarnir voru stórhrifnir af hattinum enda sómaði hann sér vel á miðju veisluborðinu. Hatturinn er búinn til úr nokkrum misstórum súkkulaðikökuhringjum með smjörkremi á milli. Smjörkremið er einnig sett utan á kökuna til að festa svartan sykurmassann á hattinn. Til að þekja hattinn þarf að búa til heila uppskrift af sykurmassa. Það getur verið vandasamt að setja massann utan um kökuna en ef farið er eftir leiðbeiningum á myndum ætti það að ganga. Hatturinn er skreyttur með appelsínugulum sykurmassa sem er flattur út og skorinn í lengju.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts