Skoða

Sundlaugarkaka

Það var rosalega gaman að gera þessa kökur. Fermingarbarnið fékk að ráða hvenrig kakan yrði, teiknaði hana upp og við gerðum síðan kökuna útfrá hennar hugmyndum.

Þar sem um fermingarköku var að ræða var ákveðið að hafa hana stílhreina þrátt fyrir að við myndum aðeins leika okkur með þemað.

Hréfni og áhöld sem við notuðum voru:

 • Sykurmassi – hægt að gera sjálfur eða kaupa  í Hagkaup Skeifunni
 • Perluduft eða perlumálning bæði æðisleg efni.
 • Svampur eða pensill
 • Sykurmassamotta
 • Blátt glitrandi gel
 • Perluborða sílikonmót
 • Musturmotta
 • Svartur matartússpenni

Kakan heppnaðist vel og var fermingarstelpan ótrúlega ánægð með kökuna, er það ekki sem skiptir mestu máli?

Súkkulaðibotnar og  súkkulaðismjörkrem notað í þessa köku.

Nauðsynlegt að vera með stóra og góða sykurmassamottu, elska THE Mat, mottan er líka tvöföld og því rosa gott að vinna með henni.

Það getur gert mikið fyrir kökuna að setja smá munstur á hliðarnar, mér finnst það gera þær sparilegri.  Vandinn er þá að finna munstur sem hentar kökunni.  Fannst þetta munstur vera tilvalið þar sem það minnti á flísar.

Perluduftið finnst mér alltaf koma vel út, get ekki verið án þess þegar ég er að gera fínar kökur.

Blár grunnur var settur á kökuna áður en bláa gelið var sett á kökuna.

Vá, ég hefði aldrei trúað því hvað gel getur gert fyrir köku, sérstaklega þegar maður er að reyna að búa til eitthvað sem líkist vatni.  Glitrandi blátt gel hentar fullkomlega.

Hér er búið að setja gelið yfir kökuna og sykurmassaflísar í kringum. Fannst henta vel að setja appelsínugularflísar á milli og á hornin til að tengja kökuna við litinn sem var ríkjandi í veislunni.  Flísarnar festi ég með sykurmassalími.

Nú er komið að því að setja línu sem er alltaf til að skiptasundlauginni í brautir.  Fínt að mæla breiddina og merkja línurnar með tannstönglum. Þannig verður línan bein þegar hún er sett yfir.

Appelsínugular og hvítar sykurmassakúlur, gerðar með sílikonmóti, raðað til skiptis til að mynda línu yfir sundlaugina.

Það væri ekki slæmt að skella sér til sunds í þessari sundlaug.

Það er alltaf gott að nota andlits sílikonmót þegar verið er að búa til fígúrur. Þannig verður hausinn lögulegri og kemur skemmtilegri línur í hann.  Hvítur sykurmassi er settur fyrir augnlokin og síðan er málað með t.d. blárri perlumálningu á hvíta flötinn, svartur matartússpenni er notaður til að lita svart í augun, kringum augun og augabrúnir.

Tannstöngull er settur í miðjuna á andlitinu.  Hárið er búið til með gulum sykurmassa, massinn er skorinn út og línur gerðar í massann. Massinn siðan límdur með sykurmassalími á hausinn.

Búkurinn kominn ásamt höndum og fótum.

Gaman að svamla ein í lauginni.

Hér er kakan tilbúin, búið að setja stafi í laugina, Funky style stafamót notuð.  Finnst þessi stafagerð alltaf svo skemmtileg.

 

2 comments
 1. Sælar, æðisleg síðan ykkar! Mig langar að forvitnast, er með afmæli á sunnudaginn og er því kannski orðin svolítið sein……. en það er alltaf þannig;) Langar að hafa svona sundlaugarköku fyrir stelpuna mína. Geggjuð!! Svo spurningarnar eru, er ég orðin of sein að panta fyrir sunnudaginn, takið þið að ykkur að gera svona köku og hvað myndi það kosta?

  Bestu kveðjur

  Regína Ómarsd.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts