Hér er venjuleg peruterta sett í skemmtilegan vinnubúning.Svampbotn og marengsbotn ofan á er notaður. Það má vel nota jurtarjóma á milli botnanna. Það kemur vel út enda er jurtarjóminn mun hvítari en þessi venjulegi. Það blotnar ekki eins mikið í svampbotninum með jurtarjóma og því betra að bleyta vel í svampbotninum.