Skoða

Royalsnúðar

IMG_1137a

Þessir snúðar eru vægast sagt geggjaðir, verður að prófa.

Uppskrift: 

125  ml volgt vatn

20 g þurrger

2 msk sykur

Royal vanillu eða karamellubúðingur

1/2 líter mjólk

2 egg

125 g smjör

1 tsk salt

1 kg hveiti

Brætt smjör til að smyrja á deigið

Púðursykurkanilblanda:

100 g púðursykur

1 msk kanill

Krem: 

Betty Crocker vanillukrem litað með matarlit

Aðferð: 

1. Volgt vatn, ger og sykur er sett í skál. Hrært vel og látið standa í 5 mínútur.

2. Í aðra skál er búðingaduft og mjólk hrært vel saman þar til búðingurinn hefur þykknað aðeins. Bræddu smjöri, eggjum og salti blandað saman við.

3. Gerblöndunni blandað saman við.

4. Hveiti bætt út í og deigið hnoðað vel

5. Deigið er látið lyfta sér á hlýjum stað í 45 mínútur.

6. Deigið er flatt út, smurt með smjöri og púðursykurskanilblöndunni.

7. Deigið rúllað upp og skorið í væna bita. Bitarnir eru settir á bökunarpappír og látnir lyfta sér í 10 mínútur.

6. Snúðarnir eru bakaðir við 190 gráða hita í 20 mínútur eða þar til þeir hafa fengið smá lit á sig.

Gersnudar1

IMG_1093

snudar2

 

 

 

 

Related Posts