Skoða

Súkkulaðibollur með Oreofyllingu

bollur

Ég er mikil bollukona en vatnsdeigsbollurnar hafa lengi verið mínar uppáhalds þó gerdeigsbollurnar eru alltaf að skríða ofar og ofar á vinsældalistann hjá mér.

Mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt á hverjum bolludegi þó ég ríghaldi í hefðina þar sem sulta, þeyttur rjómi og súkkulaðikrem spila stórt hlutverk.

Hér er búið að breyta uppáhalds vatnsdeigsbolluuppskriftinni örlítið en þó sést mikill munur þar sem liturinn hefur breyst.  Mæli með að þið prófið þessar.

IMG_3231

Það skiptir miklu máli að fylgja uppskriftinni og halda hlutföllum á hráefninum sem talin eru upp.

IMG_3230

Fínt að bræða smjörið áður en vatninu er hellt saman við.

IMG_3233

Hita síðan smjörið og vatnið að suðu og taka þá pottin af. Hveitinu er þá hellt saman við ásamt salti .

IMG_3236  IMG_3238

Síðan þarf að passa vel upp á að deigið sé ekki of heitt þegar eggin eru þeytt saman við. Þá er besta ráðið (sem mér finnst) að skella deiginu

í hrærivélaskálina og leyfa henni að þeyta hitann úr)

IMG_3237IMG_3248

Þessi gerir allt betra… Að lokum er kakóinu blandað varlega saman við.

IMG_3259

Gaman að prófa eitthvað nýtt t.d. eins og að mylja Oreokexi yfir deigið.

IMG_3271

Heppnuðust vel þessar elskur.

IMG_3291

Jarðarberjasulta, jarðarber, rjómi, bláber og Oreokexmulningur. Alveg dásamlega gott.

IMG_3365

Njótið mín kæru!

Related Posts