Skoða

Kökupinnagerð

Ef þú ert ein/einn af þeim sem finnst gaman að dútla í eldhúsinu þá eru kökupinnar eitthvað fyrir þig. Þessir litlu krúttilegu kúlur á priki  sem er hægt að skreyta á hina ýmsu vegu. Ekki má gleyma að það er hægt að gera þá  í ýmsum lögunum.

Þegar farið er af stað að gera kökupinna er nauðsynlegt að vera búin/inn  að taka til allt sem þarf að nota.

Algengast er að notuð séu kökuprik/pinnar, kökuskraut, súkkulaði, súkkulaðiliti og bragðefni. Ef þú ætlar þér að gera ákveðna fígúru, hlut eða annað sem þarfnast sértækara skrauti er gott að vera búin/inn að undirbúa það. Standur fyrir kökupinnana kemur sér líka vel og er í raun nauðsynlegur til að geta geymt pinnana þegar verið er að vinna þá og síðar að bera þá fram.

Hér eru nokkur áhöld sem okkur í mömur.is finnst gott að nota.  Súkkulaðipottur, bækur til að fá innblástur og hugmyndir, kökuprik (til í nokkrum stærðum), fíngert kökuskraut (finnst það koma lang best út).  Hvítt eða litað súkkulaði. Hvítt súkkulaði frá Nóa Síríus finnst mér mjög gott að nota og þá lita ég það eftir hentisemi. Það þarf að hafa í huga að liturinn sem er settur út í súkkulaðið þarf að henta fyrir súkkulaði annars hleypur það í kekki og skemmist.  Matarlitaduft henta vel í súkkulaðið.  Það er einnig hægt að fá litað súkkulaði t.d. frá Wilton. Hér á myndina vantar kökupinnastand.

Einfaldir pinnar sem koma vel út á veisluborði.  Á þessari mynd er notast við belgísk , Mímósas kúlur (bleikar) silfurlitaðar stangir  og kóngabráð sem er sprautuð eftir á á pinnana með brúsa.  15 cm kökuprik voru notuð í þessa hugmynd. Litasamsetning finnst mér lykillinn að fallegum kökupinnum.

 

 

 

4 comments
  1. Sæl, við vinnum í að setja inn nýjar uppskriftir. Í þessa pinna notuðum við ca. 28 cm köku sem er mulin í skál. Getur notað þann botn sem þér finnst bestur og ca. 4 msk smjörkrem.. Vona að þetta komi að notum í bili.

  2. þið segið að það sé hægt að nota hvaða botn sem er.

    En tolla hvaða botnar sem er á prikinu? get ég þá bakað skúffuköku og mulið niður og búið svo til kúlur?

  3. Sæl Kristjana! Þú getur notað þann kökubotn sem þér finnst bestur. Skúffukökur henta mjög vel. Okkur finnst t.d. Betty Crocker djöflakökumixið og kremið koma mjög vel út en þannig verða pinnarnir svo sléttir og fínir.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts