Skoða

Vatnsdeigsbollur

Uppskrift fyrir ca. 20 stk
  • 4 dl vatn
  • 160 g smjör
  • ¼ tsk salt
  • 200 g hveiti
  • 4-5 stk egg
Aðferð:
  1. Hitið vatn og smjör saman í potti að suðu (gott að bræða smjörið örlítið áður en vatnið er sett út í) bætið þá hveiti og salti saman við og slökkvið á hellunni.
  2. Hrærið  með sleif þar til deigið verður slétt og fellt og losnar frá brún.
  3. Blandan er sett í hrærivélaskál og hrærð með þeytara þar til hún  kólnar að mestu.
  4. Eggin eru sett út í, eitt og eitt í einu og hrært vel í  á milli. Hrært þar til hræran verður jöfn og góð.
  5. Þetta er sett á bökunarpappír (á bökunarplötu)  með t.d. matskeið. Gott að hafa gott bil á milli.
  6. Þetta er síðan bakað við 200°C í 25 mín við blástur og 200° í 25-30 mín við yfir og undirhita. Það má ekki opna ofninn meðan á bakstri stendur. Passið að hafa nægilegt bil á milli svo bollurnar geti blásið út.
  7. Sulta, þeyttur rjómi, búðingur, ís, ferskir ávextir eða hvað sem fólki þykir best  er sett á milli.  Glassúr eða súkkulaði er sett ofan á.

9 comments
  1. Þessi uppskrift er alveg perfekt, takk fyrir að deila henni með okkur 🙂

  2. Þetta er eithvað skrýtið…. deigið er verulega fljótandi á það að vera svoleiðis ?

  3. Þú þarft að passa upp á að sjóða vatnið og smjörið. Taka blönduna af hellunni og hræra salti og hveiti saman við með sleif. Þá þarf að passa að kæla deigið áður en eggin fara saman við. Þetta deig hefur verið notað í 40 ár í minni fjölskyldu og aldrei klikkað. Gangi þér vel.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts