Skoða

Vatnsdeigsbollur 2

IMG_4661

Það kom mér virkilega á óvart hvað þessi uppskrift kom vel út. Hún kom mér á óvart þar sem ég notaði ISO4 olíu í stað smjörs.

Litu fullkomlega út og brögðuðust mjög vel.  Þessa uppskrift er vert að prófa.

Uppskrift: 

250 ml vatn

125 ml ISO4 olía

150 g hveiti

1/8 tsk salt

1 tsk sykur (má sleppa)

4 egg

Aðferð: 

1. Vatn, olía, salt og sykur er sett saman í pott og hitað að suðu. Potturinn er tekinn af hellunni og hveitinu hrært með sleif þar til deigið er orðið slétt.

2. Blandan er kæld örlítið í hrærivélinni ca. 5 mínútur.

3. Eggjunum bætt saman við, einu og einu í senn.

4. Deigið er sett í sprautupoka og því sprautað á plötu klædda bökunarpappír.  Passa að hafa bil á milli.

5. Bollurnar eru bakaðar í ca. 35 mínútur við 200 °C hita.  Passa að opna ofninn ekki meðan á bökun stendur.

6. Njóttu með rjóma, sultu eða þeirri fyllingu sem þér þykir best.

Hugmynd að fyllingu:

Jarðarberjaís settur á milli, karamellusósa og jarðarberjasulta á botninn.

Ofan á: 

Súkkulaði

vatnsdeigs

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts