Þessi uppskrift er einstaklega góð. Bollurnar verða stökkar að utan en dúnmjúkar að innan. Gerist varla betra!
Uppskrift
800 g hveiti
45 g pressuger
2 dl mjólk
1 dl vatn
100 g smjör/smjörlíki
2 stk egg
½ dl sykur
¾ tsk salt
3 tsk kardimommudropar
Aðferð:
Hitið mjólk og vatn (ylvolgt) og setjið saman við pressugerið og látið standa í 2 mín. Þurrefnin sett í skál og gerblandan sett saman við ásamt bræddu smjörlíki, eggjum og kardimommudropunum. Hnoðað vel saman. Látið hefast í 1 klst. Mótaðar kúlur sem eru settar bökunarpappír (aðeins þrýst ofan á hverja kúlu ) Látið hefast í ½ tíma og bakað við 180 °C í c.a. 12 mín.
Fyrir hve marga er þessi uppskrift?
Það er líklega hægt að fá 20-30 bollur, fer allt eftir því hversu stórar þær eru.
Verður maður að nota pressuger, ef ég notar hitt hvað þarf þá mikið af því?
Sælar,
Þetta eru ca. 25 gr af þurrgeri.
Girnilegar bollur 🙂
En einn pakki af þurrgeri á að vera jafnt og 50 gr af pressugeri. Og það hefur allavega alltaf gengið hjá mér 😉