Verð að viðurkenna að það er sjaldan sem ég stenst freistingar á borð við smákökur. Þegar ég hitti á réttu uppskriftina þá er ekki aftur snúið – sykurpúkinn tekur völdin og ég raða nokkrum í mig áður en ég veit af.
Strákarnir mínir eru búnir að suða í nokkra daga um að ég geri stórar smákökur og úr varð að ég gerði þessa uppskrift. Smákökurnar þóttu góðar og gáfu strákarni kökunum einkunnina 10,10 og 10,3 af 10 mögulegum. Uppskriftina fann ég á þessari erlendu síðu
Njótið vel!
Uppskriftin:
130 g smjör
200 g púðursykur
3 msk sykur
1 stórt egg
2 tsk vanilludropar
220 g hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
250 g Súkkulaðibitar eða Smarties
1 msk nýlagaða kaffi eða 1 1/2 tsk instant kaffi (skyndikaffi) (ég notaði nýlagað súkkulaði og möndlukaffi frá Kaffitári)
Aðferð:
- Smjör og sykur þeytt mjög vel saman. Egginu og vanilludropunum blandað saman við og þeytt vel saman.
- Hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti blandað saman í sér skál og síðan saman við smjör og sykurblönduna. Hrært saman á lægsta styrk.
- Að lokum er kaffinu ásamt súkkulaðidropunum blandað saman við.
- Mótið kúlur á smjörpappír, þjappið þær niður með lófunum eða gaffli og bakið við 170 gráða hita í ca. 15 mínútur.
Urðu aðeins of stórar en það kom ekki að sök – meira í hverri köku : )
Er eitthvað kaffibragð af kökunum?