Skoða

Eplakaka

IMG_9335

Þessi eplakaka stendur fyrir sínu. Skellti í þessa þegar eplin í ávaxtakörfunni minni kölluðu á mig.  Yndisleg, fersk og svo góð með rjóma.

Uppskrift:

80 g pekanhentur – muldar og settar í botninn á bökunarmóti

375 g hveiti (taka ca. tvær msk til hliðar)

400 g sykur (taka 50 g til hliðar)

2 tsk kanill

4 epli – skræld og skorin í sneiðar

1 msk lyftiduft

1 tsk salt

4 stór egg

125 ml olía

120 g smjör (brætt)

60 ml appelsínusafi

2 tsk vanilludropar

100-150 g súkkulaði – brytjað

Aðferð: Ofninn hitaður að 170 gráðum

  • Pekanhentunum er sáldrað yfir smurt bökunarmót
  • 2 msk af hveiti, 50 g sykur og kanillinn sett saman í skál. Eplaskífunum blandað saman við.
  • Restin af hveitinu og sykrinum sett saman í aðra skál ásamt lyftidufti og salti. Eggjum, olíu, smjöri, appelsínusafa og vanilludropum blandað saman við og hrært vel.
  • Helmingnum af deiginu er hellt yfir mótið, yfir pekanhneturnar. Eplaskífurnar og súkkulaðidroparnir sett yfir. Restinni af deiginu er hellt yfir og eplaskífunum raðað ofan á og á hliðarnar.
  • Kakan er bökuð í ca. 1 klst og 20 mínútur við 170 gráða hita.

 

 

IMG_9352

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts