Skoða

Kökuárið 2013

Kökuárið 2013 hefur verið magnað – margt og mikið brallað og ýmsar skemmtilegar uppskriftir litið dagsins ljós.

Svo mikið var að gera hjá okkur  í mömmur.is að helmingur þeirra hugmynda sem unnar  voru komust aldrei inn á netið – tímaleysi þar um að kenna.

Það voru ýmis tímamót sem komu sterkt inn á árinu og höfðu áhrif á okkur.  Má þar nefna:

Við hættum með vefverslunina okkar fyrr í sumar og fást nú allar vörurnar í versluninni Allt í köku.

Við gerðum margar hugmyndir fyrir Tímaritið Vikuna og mun Kökublaðið 2013 líklega standa upp úr.  Alltaf gaman að gera fallegar hugmyndir sem fólk getur síðan nýtt sér.

IMG_49871-1024x682

Bollakökur sem við gerðum fyrir stuttmynd voru festar á filmu – hlakka til að sjá hvernig þær komu út í myndinni, spiluðu þar stórt hlutverk.

IMG_2844

En það sem stóð upp úr er aðkoma mín, Hjördísar að auglýsingum fyrir Betty Crocker á Íslandi.  Ótrúlega magnað að fá að taka þátt í verkefni sem þessu – leika í auglýsingu, kynna vörurnar og gera skemmtilega hluti með þessar frábæru vörur. Hlakka til framhaldsins á árinu 2014. Fleiri auglýsingar eiga eftir að líta dagsins ljós.

BettyCrocker-2184-1024x682

Hér ætla ég að lista fyrir ykkur nokkrar gómsætar hugmyndir sem slógu í gegn

1. Sæt Súkkulaði bollakaka 

Láta lítið yfir sér en eru dásamlega góðar.

IMG_5537

 

2. Smákökur 

IMG_7779

3. Marengstoppadúndur

IMG_3912B

4. Daim marengsterta með bláberjum og jarðarberjum

IMG_3727-1024x682

 

5. Örbylgjukaka bökuð á 5 mínútum – slóg rækilega í gegn á árinu

IMG_6811

6. Döðlukaka með pekanhnetukaramellum

IMG_8390

7. Hraunbita kirsuberja ostakaka  – það má segja að þetta hafi verið vinsælasta kakan á mömmur.is en hún fékk mörg like á facebook.

943459_10151644097264281_632295000_n

8. Brauðréttur sem bragð er af

IMG_3820-1024x682

9. Lord of the rings sykurmassaterta 

IMG_0747

10. Fyrsta brúðartertan sem við gerðum á vel heima í þessum pistli

IMG_0245

Þá er árið á enda – við viljum þakka ykkur fyrir áhorfið á síðuna okkar og ég get lofið ykkur því að við komum sterkar inn í nýtt ár.

Gleðilegt nýtt kökuár

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts