Skoða

Þjóðátíðartertan 2016

Þessi terta er dámsamleg – einföld og svo góð á bragðið.  Hvet ykkur til að prófa

Hægt er að sjá myndband af kökunni á facebooksíðu okkar: mommur.is

Uppskrift: Kakan er samsett úr tveimur gerðum af botnum ásamt rjómafyllingu

Döðlusvampbotn (1 botn)

100 g púðursykur

2 stk egg

100 g döðlur – brytjaðar smátt

50 g súkkulaði-brytjað smátt

65 g hveiti

Aðferð: Sykri og eggjum hrært vel saman. Hveitinu blandað varlega saman við eggjablönduna ásamt döðlunum og súkkulaðinu. Sett í smurt mót ca. 23 cm- einnig með bökunarpappír og bakað við 180°C í 10-15 mínútur.

Döðlugottbotn (1 botn)

200 g döðlur – brytjað niður

125 g smjör

60 g púðursykur

50 g Rice Krispies

100 g rjómasúkkulaði brætt og hellt yfir.

Skraut: 

Nóa Síríus lakkrískurl/karamellukurl

Aðferð:

Döðlur, smjör og púðursykur brætt saman í potti við miðlungshita. Rice Krispies síðan blandað saman við. Blandan er sett í mót (gott að setja smjörpappír undir og spreyjað með olíu). Súkkulaðinu er hellt yfir og kakan kæld í íssáp í ca 1 klst.

Fylling: 

1/2 l. rjómi – þeyttur

10 stk jarðarber

10-20 stk bláber

Aðferð: 

Rjóminn þeyttur, jarðarberin og bláberin skorin smátt og blandað varlega saman við rjómann.

Samsetning á kökunni: 

Döðlusvampbotninn settur neðst.  Rjómablandan sett ofan á og döðlugottbotninn þar yfir.  Kakan er skreytt með jarðarberjum og bláberjum.

IMG_2365IMG_2384

 

Related Posts