Það vekur alltaf athygli þegar breytt er útaf vananum og gert eitthvað öðruvísi. Það má svo sannarlega segja um þessa skemmtilegu brauðtertuhugmynd.
Leggið þrjú brauðtertubrauð saman og skerið treyju út úr brauðinu. Salatið er sett á milli laganna og þunnu lagi af majónesi smurt yfir brauðið. Skreytið tertuna með fínt skorinni papriku, ólífum og eggjahvítu. Stafirnir eru búnir til úr stórum stafamótum en fín söxuð eggjahvíta er sett í mótin.