Uppskrift:
1 kg Kornax hveiti
300 ml vatn
350 ml mjólk
2 pk þurrger
2 tsk salt
2 msk sykur
6 msk olía
2 tsk kardimommudropar
Fylling:
Odebse Ren Rå Marsipan
smjör, brætt
kanilsykur (Perlusykur og kanil)
Aðferð: Þurrefni sett í skál. Mjólk og vatn hitað þar til það er ylvolgt og sett saman við þurrefnin ásamt olíu og kardimommudropum og hnoðað vel saman. Látið lyfta sér í 1 klst. Deigið flatt út, smjör smurt yfir, marsipan raspað jafnt yfir deigið og kanilsykri stráð yfir allt saman. Rúllað upp og skorið í sneiðar. Sett á bökunarpappír á plötu og látið lyfta sér í 30 – 40 mín. Bakað fið 180°C í c.a 12 – 15 mín. Má sitja smá súkkulaðispænir yfir heita snúðana.