Uppskrift:
1. Eplin tekin til og skræld.
2. Notið eplaskera til að ná kjarnanum og búið til eplabáta um leið. Skerið bátana síðan smátt.
3. Setjið eplabitana í álbakka eða eldfastmót. Mjög þægilegt að nota álbakka.
4. Skerið súkkulaðiplötu í bita.
5. Búið til eplapædeig sjá uppskriftir.
6. Deigið er sett ofan á eplabitana.
7. Kanelsykri er sáldrað yfir kökuna. Eplakakan er bökuð í 25 mínútur við 175 gráða hita. Það er mjög gott að frysta eplakökuna og baka þegar gestir mæta á svæðið.