Fermingarstytta úr sykuramssa eða gum paste er eitthvað sem fólk í fermingarhugleiðingum ætti að skoða. Það er ótrúlega gaman að spreyta sig á sykurmassaverki sem þessu og leggja sig fram við að gera styttuna sem líkasta fermingarbarninu.
Til að gera fallega styttu er lang einfaldast að nota sílíkonmót en til eru fjöldinn allur af mótum í Vefverslun.mommur.is
Þessar styttur eru fyrir fótboltastráka, búnar til úr sykurmassa sem bætt er útí tylose en tylose hjálpar sykurmassanum að harðna fyrr. Til að skreyta andlitið eru matartússpennara notaðir sem og matarlits eða perluduft. Hárið er búið til með hárpressu. Þá getur verið gott að nota alkahól í litla skál til að bleyta í penslinum og síðan í duftið. Þannig kemur afskaplega falleg áferð á það sem verið er að lita.