Skoða

Sílikonmót

Ef þú hefur ekki enn prófað að nota sílikonmót þá mæli ég með því að þú gerir það!  Þetta er ein sú skemmtilegasta viðbót í sykurmassaskreytingum  sem ég hef kynnst.

Hér koma nokkrar hugmyndir sem gaman væri að prófa en mótin eru frá Karen Davies og fást hér

Þetta er hugmynd sem ég gerði fyrir nokkru en ég notaði sérstakt bollakökurósamót til að skreyta kökuna.  Perlulitir voru notaðir til að mála en ég setti alkahól í skál og dýfði penslinum í það áður en ég fór í litinn og málaði. Rosalega gaman og skemmtilegast að sjá útkomuna. Mótin gera manni kleift að gera margar kökur nákæmlega eins. Ekki slæmt þegar maður vill gera kökurnar fallegar á sem skemmstum tíma.

 

Hér má smá nokkrar hugmyndir af Youtube þar sem notuð eru mót frá Karen Davies:

Bangsamót

Bollakökumót

Rósarmót

Hér líst ykkur nú á, væri gaman að fá umsagnir hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts