Einföld en voðalega smækó kaka
Hvítur massi er flattur út á munsturmottu sem er með bylgju og doppumunstri. Marglitir hringir eru síðan litaðir með matartússpennum eða gelmatarlitum sem búið er að að dýfa í alkahól, þ.e. alkahól er sett í litla skál og liturinn í aðra. Penslinum er fyrst dýft í alkahólið og síðan í litinn þá er hægt að mála doppurnar.