Skoða

Ananasostakaka

Fersk ananasostaterta sem klikkar ekki í veislunni!

Uppskrift:

Botn:
1 1/2 bolli mulið haustkex
1/2 msk sykur
1/2 bolli brætt smjör

Aðferð: Þessu er öllu blandað saman og sett í skál eða mót.

Fylling:

250 g rjómaostur
1 bolli sykur
1 tsk vanilludropar
1 lítil dós kurlaður ananas
2 1/2 dl þeyttur rjómi

Aðferð:
Rjómaostur og sykur þeytt vel saman. Ananas og vanilludropar eru settir saman við. Þeyttur rjóminn er settur varlega saman við blönduna.
Blandan er síðan sett ofan á kexblönduna. Kakan er kæld eð fryst eftir því hvað þér finnst best.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts