Skoða

Appelsínukaka

Uppskrift:

200 g sykur

2 stk egg

1 dl mjólk

100 g smjör

200 g hveiti

1/2 msk lyftiduft

Börkur af einni appelsínu

Hjúpur:

100 g appelsínusúkkulaði

200 g suðusúkkulaði

2 msk. appelsínusafi

30 g smjör

Aðferð:

Sykur og egg eru þeytt vel saman með þeytaranum, mjólk og brætt smjörið, hveiti, lyftiduft og appelsínubörkurinn eru sett saman við og þeytt áfram í ca. eina mínútu, Setjið deigið í 26 cm hringform, bakið við 180° í 36-40 mín. og kælið botninn. Bræðið saman súkkulaði, smjör og appelsínusafann þar til allir kekki eru horfnir og smyrjið svo yfir kökuna.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts