Skoða

Lagakaka

Uppskrift


260 g smjör (linað)
260 g  Dansukker-sykur
4 egg
260 g Kornax-hveiti
2 tsk. lyftiduft
½ tsk. vanilludropar

Aðferð:

Smjör og sykur hrært vel saman. Eggin hrærð saman við. Hveiti, lyftidufti og vanilludropum blandað út í að lokum. Sett í lagtertuform eða ofnskúffu klædda bökunarpappír. Bakað við 175°C í 15-20 mín. Ef gera á annan lit er settur matarlitur, t.d. rauður, eða kakó til að fá brúnan botn. Smjörkrem sett á milli. Gott að nota sem lagtertu.

Krem:
500 g smjör
400 g Dan Sukker-flórsykur
1 eggjarauða
5 tutti frutti-dropar

1 msk. síróp

Matarlitur eða kakó ef kremið á að vera litað

Aðferð:

Allt hrært saman.
Kakan er skorin í lengjur og smjörkrem sett á milli laga.

Það gefur skemmtilegt bragð að setja apríkósusultu á botnana.

 

2 comments
  1. eg ætla að nota sykurmassauppskriftina þina og myndbandið til að prufa í fyrsta skipti hvaða kaka helduru að henti best?

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts