Skoða

Berlínarbollur

Hún er góð berlínarbollan!

Þegar ég var yngri var ávallt gerðar berlínarbollur og boðið upp á á sjálfan bolludaginn. Ég beið spennt eftir þessum öðruvísi og spennandi bollum en þó sérstaklega fannst mér fyllinging góð.

Þegar við gerðum þessar bollur varð litli molinn minn hann Marinó aldeilis hrifinn, var fljótur að grípa eina til að gæða sér á.

Uppskrift

600 g hveiti

25 g pressuger

50 g sykur

2 dl mjólk (volg)

80 g smjör (brætt)

½ tsk salt

¼ tsk hjartarsalt

2 stk egg

Jarðaberjasulta í fyllingu

Aðferð:

Öll þurrefni sett í skál. Smjörið brætt og mjólkin hituð. Mjólkin sett saman við pressugerið og látið standa í c.a. 2 mín. Sett saman við þurrefnin ásamt smjörlíki og mjólk. Hnoðað vel saman. Látið lyfta sér í 1 klst. Síðan er deigið flatt út og sulta sett á annan helminginn með jöfnu millibili  þannig að hægt verði að stinga út hringi með sultuna í miðjunni. Hinn helmingurinn af deiginu settur yfir og stungnir út hringir  með glasi þannig að sultan sé í miðjunni. Afgangur af deiginu hnoðaður saman og flatt eins út. Hringirnir látnir lyfta sér í  1/2 klukkustund. Bollurnar steiktar upp úr djúpsteikingarfeiti þar til þeir verða mátulega dökkir. Fært á mill á eldhúspappír svo feitin renni af og velt síðan upp úr sykri.

5 comments
  1. Takk fyrir þessa uppskrift 🙂 Þetta eru uppáhaldsbollurnar hennar Ísabellu en hún vill ekki sultu inní heldur eitthvað gult krem sem ég kann ekki að búa til.

  2. Nei, getur það verið, held samt ekki, þetta krem líkist meira svona kremi eins og er á vínarbrauði. Kaupum alltaf svona bollur á ströndinni í Portúgal 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts