Það getur komið skemmtilega út að taka munstur af servíettu sem notuð er í veislunni og gera köku sem passar við. Þessi kaka var einmitt hönnuð fyrir 30 ára afmæli. Munstrið er tekið út úr fallegri servíettu.
Ofnskúffa af súkkulaðiköku er skorin út eins og blóm. Kakan er skorin í tvenn og smurð með smjörkremi á milli og utan um kökuna. Ljósgrænn sykurmassi (3/4) er flattur út og settur yfir kökuna. Það getur verið vandasamt að slétta massann við brúnirnar á blóminu en ef farið er gætilega fer hann ekki í sundur. Munstrið er skorið út með formum og sykurmassaskera, fjólublár (1/4) og hvítur sykurmassi (1/4) er notaður.
Skref fyrir skref:
Þessi er alveg rosalega flott. Ekkert smá sniðug hugmynd hjá ykkur 🙂
vá hvað þetta er flott hjá ykkur !:)
Vá hvað þessi er geðveik!!
Ótrúlega falleg 🙂
Sæl og blessuð.
Rosalega flott kaka og eflaust mjög góð 😉
En mín spurning er sú.. þarf að kæla kökuna áður en massinn er settur á kökuna eða er í lagi að setja massann beint á eftir að búið er að smyrja kökuna með smjörkreminu?
Kv Petra.