Mjög góðar bolludagsbollur
1 kg Kornax hveiti
3 msk sykur
2 tsk salt
30 g pressuger
3 dl volgt vatn
3 ½ dl volg mjólk
4 tsk kardimommudropar
1 ½ dl olía
Aðferð:
- Hveiti, salt og sykur sett í skál.
- Vatn og mjólk hitað ylvolgt og pressugerið hrært vel saman við blönduna og látið standa augnablik.
- Gerblöndunni, kardimommudroparnir og olían sett saman við þurrefnin og hnoðað vel saman.
- Þetta er síðan látið lyfta sér í 1 klst. (gott að hafa lok eða plastpoka yfir skálinni) á hlýjum stað.
- Bollurnar eru mótaðar og settar á bökunarpappír (á bökunarplötu) og bakað við 180°C í c.a. 10 til 15 mín. Passa að láta þær ekki verða mjög dökkar.
- Sulta, rjómi og hvað sem ykkur finnst við hæfi sett á milli og glassúr eða brætt súkkulaði sett yfir.
Takk kærlega fyrir þessa eggjalausu bolluuppskrift 🙂 Kemur sér mjög vel þegar ofnæmi er á heimilinu.
Ég fylgdi uppskriftinni alveg nema ég notaði þurrger, því annað var ekki til og deigið lyfti sér ekki og eftir 10 – 15 mín inní ofni eru bollurnar enn hráar 🙁