Uppskrift:
- 185 g ósaltað smjör
- 185 g fínt dökkt súkkulaði
- 85 g Kornax hveiti
- 40 g kakó
- 50 g hvítt Odense súkkulaði
- 50 g mjólkursúkkulaði
- 3 stór egg
- 275 g Dan Sukker púðursykur
Það er dásamlegt að gæða sér á ljúffengri brownies. Súkkulaði er eitt af aðal innihaldi brownies.
Aðferð:
Skerið smjör og dökkt súkkulaði í litla bita. Bræðið undir vatnsbaði og látið kólna. Egg og púðursykri er þeytt vel saman og súkkulaðiblöndunni blandað saman við. Því næst er hveiti og kakói bætt varlega saman við. Að lokum er hvíta súkkulaðið og mjólkursúkkulaðið saxað í litla bita og bætt saman við. Bakið í 30 mínútur við 160°C hita.
Brownies er mitt á milli smáköku og köku.
Nokkur ráð:
Kakan geymist vel í loftþéttum umbúðum.
Ekki setja kökuna í kæli því þannig á hún það til að þorna.
Kakan geymist í frysti í 4-6 mánuði.
Leyfið kökunni að kólna í forminu.
geðveikar brownies 😀
gerði 3falda uppskrift fyrir afmælið mitt og það kláraðist allt saman…!
ég notaði samt suðusúkkulaði í staðin fyrir dökktsúkkulaði