Skyr-og ostakökur hafa lengi verið í uppháldi hjá mér. Ég var orðin frekar gömul þegar ég smakkaði fyrst þannig kökur en ætli ég hafi ekki verið um 19 ára þegar samstarfskonur mínar í Landsbankanum í Grindavík komu mér á bragðið en það var hefð á föstudögum að gera vel við sig og oftar en ekki voru ostakökur á boðstólum. Góðir tímar og góðar minningar.
Hugmyndin að þessari dásamlegu Creme Brulee skyrköku kviknaði þegar ég átti gott spjall við hana móðir mína og við vorum að rifja upp góðar uppskrift. Hraunbitarnir hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér og nú þegar ég sá að dökkir hraunbitar voru komnir á markað var vert að prófa sig áfram. Ég tek það fram að ég elska dökkt súkkulaði.
Dökkir hraunbitar stóðust væntingar mínar og vá, hvað þeir passa vel með skyrkökublöndunni. Creme Brulee skyrið er silkimjúkt með örlitlum karamllelukeim svo það hentaði einnig vel. Bingókúlusósan toppar allt. Ég mæli svo sannarlega með þessari gómsætu og öðruvísi skyrköku.
Toppurinn er síðan bingókúlusósan sem ég get engin vegin staðist.