Skoða

Eggjalausar múffur

Það var aldrei svo að ég prufaði ekki að búa til eggjalausar múffur.
Það er lítið mál að gera eggjalausar veitingar þegar maður á natural egg replacer. Keypti þessa snilld í Hagkaupum á dögunum en þetta virkar þannig að 1 tsk af duftinu út í 2 msk af vatni gidlir sem 1 egg. Í pakkanum fæst sem samsvarar 66 eggjum. Frábært fyrir fólk með eggjaofnæmi svo ég tala nú ekki um þá sem þjást af of háu kólesteróli.

Uppskrift ca. 22 múffur Notaði uppáhaldsuppskriftina mína og skipti eggjum út fyrir þessari snilld.

235 g  hveiti

2 tsk lyftiduft

125 g ósaltað smjör eða 1 dl olía

1/2 tsk salt

250 g DanSukker sykur

1 tsk vanilludropar

1 tsk egg replacer duft út í 2 msk vatn

180 ml  mjólk við stofuhita

Aðferð:

Ofninn hitaður í 175°

1.    Hveiti, lyftiduft og salt sett í skál og sett til hliðar.
2.    Smjör, sykur og vanilludropar sett í hrærivélaskál og hrært á meðalhraða í 3 mín. eða þar til deigið er létt og ljóst.
3.    Eggjaduftsblandan sett út í  og hrært.  Hveitiblandan sett  varlega saman við deigið og að lokum mjólkin. Blandið vel en varlega saman.
4.    Fyllið bréfformin c.a ½ ef kakan á að vera slétt við brún og ¾ ef það á að fara upp fyrir brún á mótinu. Bréfformin sett  í bökunarmót svo kökurnar haldi sér betur.
5.    Bakað í 17 – 20 mín. (Undir og yfirhiti).
6.    Látið kólna í bökunarmótinu í 5 mín og  taka þau síðan úr og látið kólna áfram á bakka.

Krem:

Uppskrift:

3/4 bolli smjör (linað við stofuhita)
3 1/4 bolli DanSukker flórsykur
2 msk rjómi
2 tsk vanilludropar
1/8 tsk salt
Aðferð:
Linað smjör, flórsykur, rjómi og salt hrært vel saman í 3
mín. Hægt að nota aðrar bragðtegundir og skipta út fyrir vanilludropana. Gott
að nota kremið sem fyrst.

Bollakökurnar eru bakaðar í fiðrilda hágæða formum en þau halda sér mjög vel í bakstri. Kökurnar eru skreyttar með þessum fiðrildamótum

Fiðrildin eru máluð með perlumálningu og perludufti

 

3 comments
  1. Það er líka mjög þægilegt að sjóða 50gr af hörfæum í 6 dl. af vatni í 5 mín. Sigta svo fræin frá og nota þykka vökvann sem verður eftir 50gr af vökva er eins og eitt egg og geymist í ca. 3 vikur í lokuðu íláti í ísskáp. Þetta gefur alveg sama klístur og eggið og svo er gott að auka aðeins lyftiefnið sem er í uppskriftinni. Þetta er líklega hollara en unnið eggjalíki og þetta hefur líka skilað miku betri árangri í mínu eldhúsi sem hefur verið eggjalaust í 5 ár 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts