Skoða

Hefðarkattarkaka

Hefðarkötturinn er voðalega sætur og hentar vel í afmælisveislu hjá litlum kisuelskendum. Prentið eða klippið út mót af hefðarkisunni. Leggið á kökubotn og skerið eftir. Til að gera nefið upphleypt er afgangur af súkkulaðikökunni notaður. Setjið bútinn þar sem nefið á að vera. Smyrjið kökuna með smjörkremi og sléttið vel. Búið til hvítan sykurmassa, fletjið út og leggið yfir kökuna. Búið til bleikan, svartan og bláan lit úr afgangnum af hvíta litnum. Mótið eyru og slaufu með bleika litnum, augu úr svörtu og bláu. Munnurinn er búinn til úr svörtum sykurmassalengjum. Veiðihárin eru búin til með lituðum tannstönglum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts