Gulrótakaka er eitthvað sem ég hef alltaf verið skotin í. Þessi uppskrift er algjört æði, allir sem smökkuðu voru stórhrifnir.
Ekki er verra að kakan sómaði sér einstaklega vel á nýju garðhúsgögnunum sem ég var að kaupa mér 🙂
180 ml mjólk með 1 tsk af edik eða sítórnusafa
180 ml olía
340 g sykur
2 tsk vanilludropar
2 tsk kanill
1/4 tsk salt
250 g hveiti
2 tsk matarsódi
250 g rifnar gulrætur (eða 2 bollar)
125 g kókósmjöl
125 g pekanhnetur mjög fínt skornar
250 gr ananaskurl með safanum (smátt skorinn).
Aðferð: Hráefnin sett í þrjár skálar sbr. leiðbeiningar.
1. Hveiti, matarsódi, salt og kanill sett saman í skál og skálin sett til hliðar
2. Egg, mjólk, vanilludropar, egg og sykur sett í skál, hrært vel og sett til hliðar
3. Gulrætur, ananas, pekanhnetur og kókósmjöl sett í skál til hliðar.
4. Öllum skálunum blandað saman, sett í smurt mót
5. Bakað við 175 gráður í 50- 60 mínútur ( ef þessi uppskrift er sett í tvö mót t.d. 28 cm þá eru þetta 45 mínútur)
Krem:
500 g rjómaostur
400 g flórsykur
1 msk smjör
1 tsk vanilludropar
1 msk rjómi
Aðferð: Öllu hrært vel saman og síðan sett á kökuna.
Hér sést vel hversu blaut og fín þessi kaka er, ananasinn toppar þetta alveg.
Sykurmassaskrautið gerir mikið, bjó til tvær gulrætur og notaði síðan afganginn af massanum til að rífa með rifjárni.
Er olían sett út í með mjólkinni og eggjunum?