Sumarleg og falleg brauðterta sem hittir í mark í veislunni
Það er hægt að gera hvaða tegund af brauðtertu sem er, hver og einn velur það sem honum finnst best. Skreytingin er svolítið öðruvísi en einföld og fljótleg í framkvæmd. Það sem þarf til eru nokkrir kökuskerar og hráefni í mismunandi litum. Í þessari hugmynd er ostur, skinka, paprika og gúrka notuð til að skreyta með. Leyfið hugmyndafluginu að njóta sín og hefjið skreytingarnar.
Með hverju smyrjiði kökuna? Hvað er sem sagt þetta hvíta undir skreytingunum? Majones eða? 😉
Ég er rosalega skotin í þessari og myndi endilega vilja prófa að gera hana eftir uppáhalds brauðtertu uppskriftinni minni 🙂 En ég var að pæla, hvernig brauð er þetta? Þ.e. hvar fáið þið svona stórt brauð, bakið þið það kannske sjálfar? Ég er vön að nota langskorið brauð og það væri rosalega gaman að prófa eitthvað nýtt 🙂
Sælar,
Gaman að heyra. Við notum yfirleitt rúllutertubrauð en þannig getum við auðveldlega gert hinar ýmsu form.
Að sjálfsögðu, fattaði það ekki 🙂 Eruð þið með eitthvað gott ráð til að “slétta” það svona? 🙂
Eruði með einhverjar góðar uppskriftir að fyllingu í svona bruaðtertu?
Þetta hvíta sem er notað undir er majónes með sítrónusafa. Á að fást út í næstu matvöruverslun. Rúllutertubrauð eru notuð.