Ástin er í loftinu og því um að gera að skella í þessa yndislegu hjartasnúða.
Um að gera að hita upp fyrir mánuðinn en innan hans rúmast nokkrir af þeim dögums sem tileinkaðir eru ástinni; bóndadagurinn, valentínustardagurinn og konudagurinn. Svo er auðvitað alltaf hægt að koma þeim sem standa manni næst á óvart með ljúffengu gúmmelaði.
Nú er um að gera að prófa.
Uppskrift:
300 ml volgt vatn
300 ml volg mjólk
50 g brætt smjör
2 tsk kardemommudropar
21 g þurrger
2 msk sykur
20 g salt
1 kg hveiti finnst Pilsburry hveiti henta best í þesa uppskrift þar sem það inniheldur meira prótein (lyftir sér meira)
Aðferð:
1. Vatn, mjólk og smjör er hitað þar til smörið er bráðið.
2. Blandan sett í skál og látin kólna örlítið, þurrgerinu blandað saman við og hrært vel.
3. Blandan látin standa í nokkrar mínútur.
4. Kardemommudropum, salti og sykri blandað saman við og hrært vel.
5. Hveitinu blandað smám saman saman við. Hnoðað við.
6. Deigið látið lyfta sér í ca. 1 klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldað sig.
Til að búa til hjartalaga snúða þarf að fletja deigið út, smyrja smjöri yfir það og sáldra kanilsykri yfir. Deigið er síðan brotið saman beggja vegna sjá mynd og skorið í lengjur. Hver lengja er síðan rúlluð upp á báðum endum þannig að hjartalagmyndast.