Ég er mikið jólabarn og veit fátt skemmtilegra en að skreyta og gera fínt fyrir jólin. Mér finnst skipta miklu máli að skapa fallegt og notarlegt andrúmsloft ásamt skemmtilegheitum.
Þó maður vilji njóta og gera vel þá er algjör óþarfi að gera sér erfiðara fyrir með flóknum veitingum og skreytingum.
Hér er á ferðinni virkilega fallegt jólaþema frá vefversluninni Confettisisters.is en þar er mikið úrval veisluvara sem lífga heldur betur upp á veisluborðið.
Til að geta notið betur notaði ég Betty Crocker kökumixin og kremin en kökurnar frá þeim eru bæði bragðgóðar og taka enga stund.
Mér finnst jóladiskarnir sérlega skemmtilegir og gefa borðinu líflegan svip.
Jólasprengjur eru vinsælar, þessar eru sérlega flottar en þegar þær springa kemur út myndaprops sem síðan er hægt að nota til að taka flottar myndir af fjölskyldunni.
Þessi jólalegi borði gerir mikið fyrir skreytingarnar en einnig hægt að nota hann sem myndabakgrunn.
Rauðar og hvítar renndur einkenna glös, bollakökuform, servíettur, skraut og þessi fallegu bjöllurör.
Það eru smáatriðin sem skipta máli upp á heildarútlitið en hér má sjá jólapappatré sem einnig er hægt að hengja upp. Til hliðar er hreindýranafnspjald sem hægt er nota aftur og aftur. Einnig hægt að skrifa aftan á.
Bjöllurörin eru æði – sjáið þessi krútt
Það er fjör að sprengja og sjá hvað kemur úr sprengjunni.
Ég mæli hiklaust með að þið kíkið á vefverslun Confettisisters.is – æðislegar vörur sem hitta í mark.
*Færslan er unnin í samstarfið við Confettisisters.is og Betty Crocker á Íslandi.