Skoða

Jólamuffins

Jólalegar og ótrúlega bragðgóðar tilvaldar milli hátíðanna

 

Uppskrift fyrir ca.  22 stk

235 g  hveiti

2 tsk lyftiduft

125 g ósaltað smjör

1/2 tsk salt

1/2 tsk kanill

250 g DanSukker sykur

1 tsk vanilludropar

2 stk egg (við stofuhita)

100 g Karamellukurl frá Nóa Síríus

180 ml  mjólk við stofuhita

 

Eplamauk (má sleppa)

2 skræld epli bryjuð í pott

2 msk Dan Sukker púðursykur

Aðferð:

Ofninn hitaður í 170 – 175° C

1.    Hveiti, lyftiduft, kanill og salt sett í skál og sett til hliðar.
2.    Smjör, sykur og vanilludropar sett í hrærivélaskál og hrært á meðalhraða í 3 mín. eða þar til deigið er létt og ljóst.
3.    Egg sett út í, eitt og eitt í einu og hrært vel á milli. Hveitiblandan sett  varlega saman við deigið og síðan mjólkin. Blandið vel en varlega saman.

4. Karamellukurlið er að lokum bætt saman við

4.    Ef ætlunin er að nota eplamaukið þá er það búið til búið til með því að gufusjóða epli (einnig hægt að sjóða í vatni) sjóða síðan í potti með púðursykrinum, hitað að suðu og þá tekið af hellunni. Kælt með því að láta standa í smá tíma.

5. Eplamaukinu blandað varlega saman við aðalblönduna.

6. Fyllið bréfformin c.a ½ ef kakan á að vera slétt við brún og ¾ ef það á að fara upp fyrir brún á mótinu. Bréfformin sett  í bökunarmót svo kökurnar haldi sér betur.
7.    Bakað í 17 – 20 mín við 170-175°C  (Undir og yfirhiti).
8.    Látið kólna í bökunarmótinu í 5 mín og  taka þau síðan úr og látið kólna áfram á bakka.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts