-samstarf-
Uppskrift:
- 800 g kjúklingakjöt
- 2 dl blasamikedik
- 1/2 dl hvítlauksolía frá Sacla
- 50 ml appelsínusafi
- 4- 5 msk dijon hunangssinnep frá Maille
- 2 msk grófkorna sinnep frá Maille
- 4 stk hvítlauksrif
- 2-3 msk hvítlaukssalt
- 2 tsk pipar
- 2 msk paprikukrydd
Aðferð:
- Helltu blasamikediki í skál ásamt hvítlauksolíu, appelsínusafa, hvítlauk og sinnepi.
- Hrærðu öllu vel saman.
- Kryddaðu kjúklinginn með hvítlauksalti, pipar og paprikukryddi.
- Helltu mareneringunni yfir kjúklinginn, veltu honum vel upp úr henni.
- Settu lok yfir ílátið eða annað sem hentar og leyfðu kjúklingunum að marenerast í nokkrar klukkustundir.
- Stilltu grillið á miðlungshita og grillaðu kjúklinginn þar til hann er steiktur í gegn ca. 20 mínútur. Það má einnig elda kjúklinginn við 180°C gráður í ofninum í svipað langan tíma.
- Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er grillpinnum stungið í hann.
- Borið fram með hvítlaukssósu.