Hreinleg og falleg terta sem gæti hentað í hvað veislu sem er
Svamptertubotnar með jarðberjarjóma á milli. Rjómi er settur undir sykurmassann til að festa hann betur. Sykurmassinn er flattur út á sérstakri blómamunsturmottu. Munsturmottan gefur sparilegan og fallegt yfirbragð á kökuna. Kakan er síðan spreyjuð með perluspreyi. Blómin með fram kökunni eru búin til með sílikonmóti en stærri blómin sem eru fest á kökuna eru búin til með sólblómaþrýstimótum.
Fígúran á kökunni er búin til úr sykurmassa sem búið er að bæta Tylose saman við en efnið hjálpar sykurmassanum að harðna fljótar. Andlitið er búið til með sértöku andlitsmóti og hárið með sérstakri hárpressu.