Skoða

Matargleði Evu Laufeyjar

IMG_4650-1

Skellti mér á bókarkynningu Evu Laufeyjar sem haldin var í Eymundson á Akranesi en hún var að halda upp á útgáfu uppskriftabókar sinnar Matargleði Evu.

Mikið sem ég held upp á þessa stelpu.  Finnst mikið til hennar koma hvort sem hún er að elda eða baka.

Eva Laufey hefur eins og margir vita getið sér gott orðspor sem matarbloggari og sjónvarpskokkur.   Hún leggur mikið upp úr því í að bjóða upp á girnilegar en jafnframt gómsætar veitingar.  Henni tekst vel til með það í bókinni sinni.

Hér er hægt að kíkja á bloggið hennar:

Ég mæli svo sannarlega með bókinni. Hreint æðisleg í alla staði,  uppskriftirnar vel uppsettar, ljósmyndirnar í bókinni eru sérlega vel heppnaðar og það sem skiptir mestu máli að uppskriftirnar eru við allra hæfi – svo girnilegar  að mann langar strax til að hefjast handa við að reiða fram góðgætið.

Frábær jólagjöf til þeirra sem elska ljúffengan mat og gómsætar kökur.

IMG_4655

Það þurfti ekki að spyrja að því – veitingar á hverju strái

IMG_4701

Bókin er öll hin glæsilegasta –  frábær frumraun hjá Evu Laufeyju

IMG_4698 IMG_4707

IMG_4709 IMG_4711

Hver blaðsíðan á fætur annarri fangar augað – frábær ljósmyndari hún Eva.

 

IMG_4678

Og auðvitað keypti ég bókina og lét árita.  Finnst skemmtilegt hvað við  Eva eigum margt sameiginlegt. Höfum verið nágrannar í nokkurn tíma en fram að þessu hefur hún búið ská á móti mér, elskum gómsætan mat og kökur og svo eigum við afmæli sama dag.  Sniðugt það.

IMG_4664

Elska svona góðgæti

IMG_4666

Fullt af flottu fólki mætti í útgáfuteitið. Hér eru Tinna Ósk frá Smáprenti og Gurrí Har aðstoðarritstjóri Vikunnar.

IMG_4673

IMG_4647

Fullt af flottum gestum sem mættu

IMG_4690

Flottar vinkonur hennar Evu.

IMG_4692

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts