Skoða

My Sweet baklava

Síðan ég fór á útgáfutónleika hjá hljómsveitinni My Sweet Baklava hef ég verið að hugsa um góðgætið Baklava en það er vinsæll eftirréttur í mið-austurlöndum.

Tónleikarnir voru vægast sagt yndislegir, hvert lagið öðru betra.  Söngkonan Valgerður hefur svo sannarlega himneska rödd og er unun að hlusta á hana. Ekki skemmir fyrir að bróðir minn spilar með hljómsveitinni.

Eftir tónleikana fór ég heim og gat ekki hægt að hugsa um þessa Baklövu,  hvernig stóð á því að ég hafði ekki heyrt um hana.  Ég fór í uppskriftabækurnar mínar og vildi svo skemmtilega til að í nýjustu bókinni sem ég keypti mér um daginn var ein voða heillandi uppskrift.

Ég fór full tilhlökkunnar inn í eldhús og dró fram það hráefni sem átti að fara í kökuna, pastasíuhnetur, peaknhnetur o.s.frv.  Hráefnið lofar góðu en þegar kom að filodeiginu þá stóð ég á gati.  Það er víst best að kaupa það tilbúið út úr búð miðað við það sem ég las á netinu,getur verið snúið að gera það sjálfur.

 

 

Ég læt uppskriftina fylgja fyrir þá sem eiga allt hráefnið 🙂

Súkkulaði Baklava

12 plötur af filo deigi (fæst í Hagkaup) en einnig hægt að gera líka sjálfur.

250 g pistasíuhnetur

200 g valhnetur

100 g peakanhnetur

6 kardomommubaunir, hægt að nota ca. 1/2 tsk krydd.

160 g Nutella súkkulaði

175 g  smjör

Sírópið:

300 g sykur

1- 2 msk Rósavatn

Aðferð: 

Fyllingin er búin til með því að blanda öllum hnetunum og kardimommunum saman í matvinnsluvél þar til hráefnin eru orðin mjög smátt skorið en þó ekki alveg í duftformi.  Setjið í aðra skál og blandið Nutella súkkulaðinu vel saman við.

Smjörið er brætt. Borið á brúnir formsins.  Síðan er ein plata af deiginu sett á botninn og smjörið borið hana, önnur plata sett yfir, smjör borið á og síðan koll af kolli þar til þið eruð búin að setja 6 plötur af deiginu.

Þegar þú  hefur lokið við þetta er blandan sett yfir (hneturnar, kardimommurnar og Nutella súkkulaði)

Nú er tími til kominn að undirbúa það sem fer ofan á “baklövuna” (skrýtið að beygja þetta en læt það gossa).  Þú setur aftur 6 lög af deiginu með smjörið á milli  þar til þú hefur klárað allr 12 plöturnar.  Endaðu  með því að setja smjör yfir síðasta lagið.

Á þessi stigi er mjög gott að skera í blönduna, tíglalag er fínt, þannig er betra að skera hana þegar hún er bín að bakast.

Setjið blönduna í ofninn og bakið í ca. 20 mínútur við 180 gráða hita, síðan í aðrar 30- 40 mínútur við lægr hita, 150 gráður.

Meðan beðið er eftir að blandan bakist er sírópið búið til.

Sírópið er búið til þannig að sykurinn er leystur upp í 275 ml af heitu vatni ásamt rósarvatni. Hrærið stöðugt í þar til það sýður. Passið upp á að sykurinn brenni ekki. Kælið síðan.

Þegar blandan hefur bakast er hún aftur skorin og sírópið helt yfir hvern tígul.  Látið standa í nokkra tíma.

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts