Það er sko kominn tími á góðgæti sem þetta. Vakna upp frá sumardvalanum og trylla bragðlaukana.
Þessir bitar byggja á hinni hefðbundnu Rice Krispies uppskrift en með smá útfærslubreytingu.
Þessir yndislegu bitar eru tilvaldir í klúbbinn, afmælið eða þegar þig langar í eitthvað sætt.
Uppskrift:
200 g Pipp með lakkríssfyllingu
35 g smjör
125 g síróp
150 g Rice Krispies
100 g Lakkrískurl til skrauts ofan á.
Aðferð
Bræðið pipp, smjör og síróp saman í potti við miðlungshita. Þegar allt er bráðið er Rice krispies sett saman við og öllu hrært vel saman. Blandan er sett í smurt mót og kæld. Mjög gott að setja bökunarpappír undir. TIlvalið að skreyta með bræddu súkkulaði og lakkrískurli.
Mig langar alveg rosalega mikið að vita hvaðan þessi bakki er? 🙂
Sælar, Bakkinn er keyptur í IKEA
girnilegt aðeins of mikið