Hún brosir á móti manni þessi krúttlega brauðterta!
Skemmtileg hugmynd sem einfalt er að framkvæma. Rex er teiknaður upp á smjörpappír. Formið er klippt út og fest á smurða brauðtertu. Formið er skorið út og síðan er tertan skreytt með smátt söxuðu gúrkuhýði. Hýðið er skorið af með ostaskera og skorið smátt. Augun eru búin til úr eggjahvítu og svörtum ólífum. Munnurinn er gerður með svörtum ólífum og tennurnar með eggjahvítu. Nefið er gert með svörtum ólífum. Salatið sem var notað á milli er skinkusalat.