Reykjaskólasnúðar (snúðar sem börnin fá þegar þau koma í Reykjaskóla)
Fékk uppskriftina í Reykjaskóla þegar ég var þar sem skólakrakki.
- 2 1/2 dl volg mjólk
- 2 msk þurrger
- 3 msk sykur
- 1/2 tsk salt
- 2 stk egg
- 75 g smjörlíki (eða 1/2 dl olía)
- 500 g hveiti (8 dl)
Kanilsykur:
- 1 dl. sykur
- 1-2 tsk kanill
Aðferð: Allt sett í skál og hrært vel saman. Degið látið lyfta sér í 20 mínútur. Deigið hnoðað og flatt út í aflanga köku. Penslað með smjörlíki – kanilsykri stráð yfir. Rúllað upp og skorið í hæfilega bita. Raðað á plötu. Snúðarnir látnir lyfta sér í 15 mínútur. Bakað í miðjum ofni í 10 – 15 mínútur við 200 C°
Er sérstök uppskrift að súkkulaðinu á snúðunum?
Það er ekki sérstök uppskrift af súkkulaðinu. Við notum hjúpsúkkulaði en ef við eigum það ekki til þá er hægt að nota venjulegt suðusúkkulaði og setja smá palmínfeiti saman við.