Skoða

Reykjaskólasnúðar

Reykjaskólasnúðar (snúðar sem börnin fá þegar þau koma í Reykjaskóla)

Fékk uppskriftina í Reykjaskóla þegar ég var þar sem skólakrakki.

  • 2 1/2 dl volg mjólk
  • 2 msk þurrger
  • 3  msk sykur
  • 1/2 tsk salt
  • 2 stk  egg
  • 75 g smjörlíki (eða 1/2 dl olía)
  • 500 g hveiti (8 dl)

Kanilsykur:

  • 1 dl. sykur
  • 1-2 tsk kanill


Aðferð:
Allt sett í skál og hrært vel saman. Degið látið lyfta sér í 20 mínútur. Deigið hnoðað og flatt út í aflanga köku. Penslað með smjörlíki – kanilsykri stráð yfir. Rúllað upp og skorið í hæfilega bita. Raðað á plötu. Snúðarnir látnir lyfta sér í 15 mínútur. Bakað í miðjum ofni í 10 – 15 mínútur við 200 C°

2 comments
  1. Það er ekki sérstök uppskrift af súkkulaðinu. Við notum hjúpsúkkulaði en ef við eigum það ekki til þá er hægt að nota venjulegt suðusúkkulaði og setja smá palmínfeiti saman við.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts