Skoða

Skinkuaspas réttur

Mildur og góður brauðréttur. Þessi réttur hefur verið notaður í ófá afmælin og saumklúbbana.

Uppskrift:

1- 1 1/2 samlokubrauð (skorið í litla teninga)

1 skinkubréf

1 dós grænn aspas

1/2 askja sveppir (skorinir í litlar sneiðar og steiktir upp úr smjöri)

1 dós beikon smurostur

3 msk majones

1 – 2 dl matreiðslurjómi (má líka nota mjólk)

1- 1 1/2 poki af gratínosti

Aðferð:

Skerið skorpuna af brauðinu og skerið í litla teninga. Oft er gott að nota frosið brauð því þannig er auðveldara að skera það. Skerið skinkuna í litla bita og sveppina í sneiðar. Aðskilið aspasvökvann frá aspasnum og setjið til hliðar. Aspasinn er skorinn í litla bita. Skinkan og sveppirnir eru steiktir upp úr smjöri. Beikonostur, aspasvökvi, majones og smá matreiðslurjómi er hitað í potti þar til allt hefur blandast vel saman. Blandan má ekki vera of þykk. Til að þynna blönduna þarf að bæta matreiðslurjóma saman við. Skinka, sveppir og aspasnum er sett saman við blönduna. Smyrjið eldfastmót  og setjið brauðteningana í mótið. Blöndunni er hellt yfir brauðið og osti sáldrað yfir.

Hitið í 30 mínútur við 180 °C hita.

5 comments
  1. Var með svona í afmæli ég set lika svona 4 Harðsoðinn egg sem ég sker í sundur með eggjaskerara. gerði 4 elföst mót allt borðað á met tíma.Nína

  2. Ég gerði svona fyrir afmælið mitt og öllum fannst þettaa geggjað gott:)

  3. Þessi réttur passar í eitt eldfastmót, ekki með fjöldan á hreinu þar sem misjafnt er hvað fólkl fær sér. Gæti trúaða að rétturinn myndi henta fyrir 10-15 manns.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts