Það er alltaf gaman að leika sér með brauðrétti. Prófa nýtt og gera eitthvað öðruvísi. Hér er réttur sem koma sérlega vel út, mörg hráefni en alveg þess virði að prófa. Síðan er auðvitað vel hægt að skoða hvað er til í ísskápnum og taka út það sem ekki er til og bæta í það sem til er.
Uppskrift: 1 – 1 1/2 stk brauð skorið í teninga, sett í smurt eldfastmót.
Rjómablanda:
1/2 líter matreiðslurjómi
1/2 dós sýrður rjómi
1/4 stk piparostur
1/4 stk mexikóostur
1/4 stk pepperóniostur
1 tsk aromat
1/2 dós sveppasmurostur
1/2 dós beikonsmurostur
Aðferð: Allt sett í pott og hitað þar til allt er bráðið
Olía eða smjör til steikingar
1/2 rauð paprika
1/2 gul paprika
1/2 appelsínugul paprika
50-100 g af brokkolí
1/2 bréf skinka
1/4-1/2 bréf pepperóni
Aðferð:
Hráefnið er skorið í smáa bita síðan steikt á pönnu. Þessu er síðan blandað saman við rjómablönduna.
Sáldrað yfir réttinn:
Rifinn ostur
Salt og piparsnakk eftir smekk
Brauðteningarnir eru settir í smurt eldfastmót. Blöndunni hellt yfir brauðið. (ef blandan er of þykk að þínu mati er vel hægt að bæta smá mjólk saman við). Rifnum osti sáldrað yfir réttinn. Mjög gott að kæla réttinn í smá tíma – vel hægt að leyfa honum að vera yfir nótt í ísskáp. Þannig nær að blotna vel í brauðinu. Rétturinn er hitaður í ofni í 30-40 mínútur við ca. 180 gráða hita. Fyrstu 15-20 mínúturnar er rétturinn hitaður án salt og pipar snakksins. Eftir þessar mínútur er snakkinu sáldrað yfir og haldið áfram að hita réttinn.