Það er alltaf gaman að prófa sig áfram með brauðréttina. Gerði þennan rétt í síðustu veislu sem ég hélt. Rétturinn hitti í mark hjá gestum og þótti góður.
Kosturinn við brauðréttina er sá að það er hægt að undirbúa þá aðeins áður. Til dæmis hægt að skera brauðið í teninga og frysta – taka síðan upp þegar þú ætlar að nota þá.
Sósuna má laga daginn áður og geyma í kælinum.
Ef þú ætlar að rífa ostinn er einnig hægt að rífa hann niður og geyma í frysti þar til á að nota hann.
Uppskrift:
1 stk samlokubrauð – ég notaði fínt brauð en kemur líka vel út að nota gróft.
3 stk kjúklingabringur – skornar í litla bita
Olía eða smjör til steikingar
3 hvítlauksrif
1/4 tsk Ítölsk hvítlauksblanda frá pottagöldrum
10-15 stk sveppir – skornir smátt
Sósa:
1 dós sveppasúpa frá Campbell’s
1 dós sveppasmurostur
1 dós sýrður rjómi 18% (má líka nota 10%)
5 msk majónes
1 kjúklingateningur
2 dl af mjólk eða rjóma til að þynna sósuna (má sleppa)
Rifnum osti er sáldra yfir réttinn.
Aðferð:
1. Kjúklingabringurnar eru skornar í bita, bitarnir steiktir upp úr olíu. Hvítlaukurinn er skorinn í litla bita, settur saman við kjúklingabitana ásamt hvítlaukskryddinu. Þegar kjúklingabitarnir eru steiktir í gegn eru þeir settir í skál og geymdir til hliðar.
2. Sveppirnir eru steiktir upp úr smjör eða olíu (mér finnst voða gott að steikja þá upp úr smjörinu)
3. Sveppasúpan, smurosturinn, sýrður rjómi, majónes, mjólk og kjúklingateningur er sett í pott og hitað við miðlungshita þar til allt er bráðið.
4. Kjúklingabitunum og sveppabitunum er komið fyrir í sósunni. Brauðteningarnir settir í smurt eldfastmót. Sósunni síðan hellt yfir. Í lokinn er ostinum sáldrað yfir réttinn.
5. Rétturinn er hitaður í ca. 30 mínútur við 180 gráða hita.