Kökur geta skipað stóran sess í veislum og er þá brúðkaupsveislan þar engin undantekning.
Mér finnst brúðkaup og allt umstangið í kringum það eitt það fallegasta sem ég veit. Fyrir 11 árum nánar tiltekið þann 14. júlí giftist ég ástinni í lífi mínu. Þá var ég aðeins 21 árs.
Kakan var auðvitað stórt atriði í veislunni en þar sem ég var ung á þessum tíma og ekki byrjuð að skreyta kökur líkt og ég geri í dag fékk ég mömmu mína og vinkonu hennar til að gera kökuna fyrir mig. Kakan var hvít og bleik, hjúpuð brúðarmassa sem við keyptum útflattann í bakaríinu. Kakan var skreytt með kóngabráð og marsípanrósum, slaufum og svönum. Kakan þótti einstaklega falleg og bragðgóð en hún var fyllt með jarðarberjafrómasfyllingu
Kakan var sett saman úr nokkrum svampbotnshringjum, jarðarberjarjómafrómas á mill ásamt blönduðum ávöxtum og makkarónum.
Á þessum tíma var lítið til af kökuskreytingarvörum og flestir að nota marsípan til að gera rósir og annað skraut. Tímarnir hafa aldeilis breyst og kökuskreytingarúrvalið bæst til muna.
Myndirnar eru svolítið dökkar þar sem þær eru teknar um kvöld og á þessum tíma voru engar digitalvélar svo ég skannaði myndirnar inn.
Ég man að ég gerði dauðaleit að fallegri brúðarstyttu en ég vildi hafa hana svolítið öðruvísi. Ég þræddi bakaríin og fann að lokum þessa krúttlegu styttu.
Vissara að halda sér við hefðina og skera kökusneiðina saman.
Einn bita fyrir myndavélina og hún var svo góð að ég man enn bragðið af henni.
Þessi kaka var höfð með sem hliðarkaka, einföld og falleg!!