Skoða

Undirbúningur áramótanna

Nú er það ekki kökustússið heldur léttar og þá meina ég “léttar” í 0rðisins fyllstu merkingu. Á dögum sem þessum vil ég hafa hlutina einfalda og fljótlega og ekki má bragðið bregðast 🙂

Ég er að fá svo yndislega gesti í dag, mágkonu mína og fjölskyldu,  í mat til mín. Finnst fátt skemmtilegra en að undirbúa veislu. Finnst ómissandi að útbúa léttar veitingar sem er hægt að gæða sér á meðan maður bíður eftir matnum, áramótaskaupinu og svo flugeldunum sjálfum.

Ég er að hugsa um að gera Tortillarúllu með rjómaosti, púrrulauk, osti og skinku. Kikkar ekki!

Hér má sjá kramarhús en ég gerði þetta nú yfirleitt sem litlar rúllur. Hver og einn finnur þá aðferð sem hentar. Fyllinging er allavega góð.

Kramarhús

Brauðteningarnir sem ég geri fyrir hver áramót finnst mér verða að vera en reynslan hefur sýnt mér að þessir teningar eru allra, svo gómsætir.  Fékk upphaflega uppskriftina úr Hagkaupsbók frá Jóa Fel og aðlagaði síðan uppskriftina að því sem mér finnst koma best út.

Yndislegir Brauðtenginar

Tortillakaka er eitthvað sem ég er nýlega farin að gera mér. Við mömmurnar gerðum hugmynd fyrir Tímaritið Vikuna í sumar og útbjuggum við þessa líka góðu uppskrift af tortillakökur, sem er einstaklega safarík og gómsæt.  Kosturinn við hana er hvað er hægt að gera hana með stuttum fyrirvara, má helst ekki gera hana löngu fyrir.  Nammi, namm.

Snilldar Tortillakaka með Doritos

Ég læt þessa þrjá rétti nægja í bili en hér má finna fleiri hugmyndir sem við höfum gert síðustu ár.

Hugmyndir að léttum veitingum

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts